Aðalfundur Leikfélagsins í kvöld

Leikfélag Sauðárkróks heldur aðalfund sinn í kvöld kl 20 í Leikborg. Þar verður auk venjubundinna aðalfundastarfa rætt um sumar og haustverkefni félagsins.

Að sögn formannsins Sigurlaugar Dóru sem alla jafna er kölluð Lulla, verður rætt um sumarstarfið og þátttöku félagsins í hátíðardagskrám í bænum s.s. eins og Lummudögum, 17. júní og Jónsmessu og ræðst þátttaka félagsins af því hvað félagar vilja gera. Eftir fund verður uppfærsla Leikfélags Húsavíkur á Fólkinu í blokkinni varpað á vegg en á Húsavík var sú uppfærsla sett á fjalirnar líkt og á Króknum. Lulla segir að nýjir félagar séu velkomnir í félagskapinn og kvetur þá til að mæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir