Ábyrg fjármálastjórn og stöðuleiki í rekstri er trygging grunnþjónustu
Bæjarstjórn Blöndnuósbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum samstarfsáætlun Blönduósbæjar vegna viðbragða við efnahagsástandinu. Er Bæjarstjórnin sammála um að bregðast sameiginlega við því alvarlega ástandi sem nú er uppi í efnahags-, atvinnu og fjármálum þjóðarinnar.
Aukinn kostnaður og fjöldi vísbendinga um þrengingar í fjármálum sveitarfélaga, fyrirtækja og heimila, kalli á skýr skilaboð um meginlínur og markmið í viðbrögðum Blönduóssbæjar. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að áherslur þessar muni endurspeglast í fjárhagsáætlunargerð stofnanna og fyrirtækja bæjarins.
Hér að neðan er samþykktin orðrétt.
Meginmarkmið Blönduóssbæjar við þær aðstæður sem nú eru uppi, er ábyrg fjármálastjórn, stöðugleiki í rekstri og trygging grunnþjónustu fyrir íbúa.
Samkomulag hefur náðst milli meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar um þær megináherslur sem hér eru kynntar, enda telur bæjarstjórn nauðsynlegt að starfa náið saman við þær aðstæður sem nú eru uppi.
Bæjarstjórn er sammála um eftirfarandi áherslur og verkefni:
Grunnþjónusta við íbúa varin og gjaldskrárhækkunum haldið í lágmarki Dregið verður úr rekstrarkostnaði og nýráðningum í samvinnu yfirmenn stofnanna bæjararins. Stóraukins aðhalds verður gætt í innkaupum og stefnt að sparnaði í þeim á næstu mánuðum og árum. Forgangsröðun framkvæmda verður endurskoðuð en framkvæmdum eða verkefnum, sem geta beðið eða kalla á aukinn rekstrarkostnað, verður frestað eða dregið úr kostnaði vegna þeirra. Við ofangreint mat verður jafnframt tekið mið af áhrifum á atvinnustig. Bæjarstjórn er sammála um að hægja á framkvæmdum við sundlaugarbyggingu þannig að framkvæmdum ljúki á árinu 2010. Framkvæmdum verður áfangaskipt en áhersla lögð á að ljúka innréttingum og frágangi húsa og lóða.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjarhagsáætlun 2009 til síðari umræðu á fundi í janúar 2009. Fjárhagsáætlunin verður endurskoðuð í apríl 2009.
Blönduósi 2. desember
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.