Áburðarverðskráin komin út

Áburðarverðskráin frá Fóðurblöndunni hf. / Áburðarverksmiðjunni er komin út en eins og gera má ráð fyrir eru verðin háð þróun gengis EUR á innflutningstímanum. Gert er ráð fyrir að endanleg verð liggi fyrir þann 15 apríl.

Eftirtaldir aðilar munu selja á sínu svæði í eigin nafni. Kaupfélag Hvammstanga, Kaupfélag Skagfirðinga og Bústólpi á Akureyri.  Aðrir samstarfsaðilar Fóðurblöndunnar munu selja áburð undir merkjum Áburðarverksmiðjunnar en þeir eru KB í Borgarnesi , KSH á Hólmavík, KM þjónustan í Búðardal, KASK á Höfn í Hornafirði auk  annarra sölumanna.

Einnig viljum við minna á að hægt er að panta á fljótlegan og einfaldan hátt  á heimasíðu fyrirtækisins en þar er einnig hægt að sjá vöruskrá inn á heimasíðunni  http://www.fodurblandan.is/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir