Á svið á fjalirnar á Blönduósi
Hinn stórgóði vefur Húnahornið segir frá því að æfingar standa nú yfir hjá Leikfélagi Blönduós á gamanleikritinu „Á svið“ eftir Rick Abbot í þýðingu Guðjóns Ólafssonar. Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason en hann leikstýrði barnaleikritinu „Bangsimon“ hérna fyrir nokkrum árum.
Leikarar eru tíu talsins og nánast allt ný andlit. Þess má geta að óvenju margir nýliðar mættu á haustfund leikfélagsins og gáfu kost á sér bæði við leik og störf baksviðs.
Eins og fyrr segir er þetta gamanleikur og fjallar um áhugaleikfélag sem er að setja á svið dramatískt leikrit eftir nýbakað leikskáld og eins og oft vill vera gengur á ýmsu í samskiptum manna á milli.
Að sögn forsvarsmanna leikfélagsins er ætlunin að frumsýna leikritið föstudaginn 26. mars næstkomandi í félagsheimilinu á Blönduósi og munu sýningar standa fram yfir páska.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.