Á leið á Evrópumótið í Futsal
Íslandsmeistarar Hvatar í Futsal munu í ágúst halda til Austurríkis þar sem þeir etja kappi við heimamenn í 1 FC All Stars Wiener Neustadt, Asa Tel-Aviv frá Ísrael og Erebuni Yerevan frá Armeníu.
Riðillinn verður leikinn á tímabilinu 18 - 23. ágúst. Hvöt verður annað íslenska félagið til að taka þátt í Evrópukeppninni en Víðismenn riðu á vaðið í fyrra.
Futsal er alþjóðlegur innanhúsfótbolti og er spilaður út um allan heim. Spilað er með bolta sem er þyngri en venjulegur bolti og skoppar þar af leiðandi minna. Strákarnir í Hvöt unnu eins og áður sagði íslandsmeistaratitil í Futsal sem hefur enn sem komið er ekki notið þeirra virðingar hér á landi sem íþróttin á skilið.
-Við fórum í þetta verkefni til þess að hafa gaman að því og mjög óvænt unnið við mótið en um leið og það gerðist sáum við að það yrði gaman að fá að taka þátt í evrópukeppni því lestir í þessu liði koma ekki til með að hafa mörg tækifæri til þess að keppa í evrópukeponi. Við erum því virkilega spenntir fyrir þessu verkefni og má segja að spennan aukist hjá okkur dag frá degi, segir Gissur Jónasson, fyrirliði.
Upphaflega voru 11 í Futsal liði Hvatar en Gissur segir að líklega fari 14 út með farastjóra. Í Futsal spila fimm menn inni á vellinum í einu og álílka margir eru á bekknum. –Við ætlum að leyfa lesendum á Feyki.is að fylgjast með mótinu og komum til með að senda heim dagbók um gengi okkar þarna úti, segir Gissur.
Iceland air hefur styrkt strákana til fararinnar í formi afsláttar á farmiðum auk þess sem liðið fær styrk frá KSÍ. –Að öðru leyti koma leikmenn sjálfir til með að fjármagna þetta að hluta auk þess sem við erum að vinna í því þessa dagana að sækja styrk í fyrirtæki.
Strákarnir fara út þann 18. ágúst og þarf að fresta einum leik i íslandsmótinu vegna fararinnar en segir Gissur að það sé vel þess virði. Feykir óskar strákunum í Hvöt góðrar ferðar og hlakkar til að fá að fylgjast með ævintýrum þeirra í Austurríki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.