Á 1307 rjúpnaveiðiferðir að baki

Sigurfinnur með bráð sína árið 1952. Myndin er úr einkasafni og birtist í ævisögu Sigurfinns, Háspenna lífshætta, sem Árni Gunnarsson ritaði.
Sigurfinnur með bráð sína árið 1952. Myndin er úr einkasafni og birtist í ævisögu Sigurfinns, Háspenna lífshætta, sem Árni Gunnarsson ritaði.

Sigurfinnur Jónsson á Sauðárkróki er titlaður veiðimaður í símaskránni og líklega eru fáir sem bera þann titil með meiri sóma, enda hefur hann gengið til rjúpna á hverju ári síðan 1943. Allan tímann hefur hann haldið veiðidagbækur sem er einstakt á landsvísu, ef ekki heimsvísu. Hann lætur það ekki aftra sér þó hann hafi misst aðra höndina í vinnuslysi fyrir rúmum 40 árum og sé nú orðinn hálfníræður. Og að sjálfsögðu eru rjúpur í jólamatinn hjá Sigurfinni.

Sigurfinnur er fæddur og uppalinn á Daðastöðum á Reykjaströnd í Skagafirði og í ævisögu hans,  Háspenna lífshætta sem sveitungi hans, Árni Gunnarsson, skrásetti og gefin var út árið 1999, kemur fram að ein af hans fyrstu endurminningum tengist skotveiði: „Ég sé mann ganga fyrir ofan túnið heima á Daðastöðum og sveigja í átt niður á sjónum. Ég spyr pabba hvaða maður þetta sé og hann segir mér að þetta sé Magnús í Hólkoti. Ég sé að upp fyrir aðra öxlina stendur einhvers konar prik og spyr hvað þetta sé. Hann segir að þetta muni vera byssa og Magnús sé líkleg á leið suður í Drangsvík til að kíkja eftir einhverju til að skjóta.

Rætt er við Sigurfinn í Jólablaði Feykis, sem lesa má hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir