93. Ársþing USAH fór fram á laugardag

Laugardaginn 13. mars fór fram 93. ársþing USAH í húsnæði Samstöðu á Blönduósi. Dagskrá þingsins var með hefðbundnu sniði eins og undanfarna áratugi.

Aðalbjörg Valdimarsdóttir formaður og Þórhalla Guðbjartsdóttir gjaldkeri fóru yfir skýrslu stjórnar og reikninga og gestir  ávörpuðu þingið en þeir voru Sigríður Jónsdóttir frá ÍSÍ, Haraldur Jóhannesson frá UMFÍ, Ómar Bragi Stefánsson frá UMFÍ og Ingibergur Guðmundsson ritstjóri Húnavökuritsins.

Því næst var val á Íþróttamanni ársins tilkynnt, tillögur og nefndarálit teknar til afgreiðslu og kosningar. Ný stjórn USAH skipa þær Aðalbjörg Valdimarsdóttir formaður, Greta Björg Lárusdóttir varaformaður, Þórhalla Guðbjartsdóttir gjaldkeri, Sigrún Líndal ritari og Guðrún Sigurjónsdóttir meðstjórnandi.

Á þinginu var ákveðið að mót sumarsins yrðu eftirtalina daga:

  • 6. – 7. júlí Héraðsmót USAH á Blönduósvelli
  •  
  • 21. júlí Barnamót USAH í Húnaveri
  •  
  • 10. ágúst Þristurinn á Blönduósvelli
  •  
  • 11. ágúst Minningarmót Þorleifs Arasonar á Vorboðavelli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir