9. flokkur upp um tvo riðla
Um helgina lék 9. flokkur Tindastóls í körfubolta stráka í C riðli. Á laugardaginn var leikið í íþróttahúsinu í Varmahlíð en á sunnudaginn var leikið á Sauðárkróki. Strákarnir stóðu sig mjög vel og unnu riðilinn. Spiluðu hreinan úrslitaleik við Val í lokaleik mótsins um að fara upp í B riðil.
Árangurinn er góður ekki síst í því ljósi að þeir byrjuðu haustið í D riðli og unnu þann riðil á síðasta móti.
Úrslitin urðu þessi:
Laugardagur:
Tindastóll – Haukar 37-38
Tindastóll – Skallagrímur 35-25
Sunnudagur:
Tindastóll – Stjarnan b. 42-33
Tindastóll – Valur 58-38
Meðfylgjandi er mynd af þeim í mótslok ásamt Kára Maríssyni þjálfara.
Þá tók Hjalti Árnason fjölmargar myndir af mótinu og er þær að finna á www.karfan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.