9 - 10 þúsund manns á Unglingalandsmóti
Sólin lét sjá sig er Helga Guðrún Guðjónsdóttir, setti 12 Unglingalandsmót UMFÍ nú fyrir stundu. Heiðursgestir hátíðarinnar voru forsetahjónin en forsetinn afþakkaði að halda ræðu og sagði þetta vera stund unglinganna sem væru ekki miklir aðdáendur ræðuhalda.
Stjörnur kvöldsins voru þær Ása Guðbrandsdóttir söng Ísland er land þitt án undirleiks og Linda Björk Valbjörnsdóttir sem kveikti landsmótseldinn.
Unglingalandsmótið í ár er það stærsta sem haldið hefur verið en keppendur á mótinu eru um 1530. Að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar, yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki, hefur hátíðin hingað til farið einstaklega vel fram en þegar hann yfirgaf vaktina klukkan 19:00 í kvöld hafði lögreglan ekki fengið eitt einasta símtal tengt Unglingalandsmótinu.
Mikið líf er nú á flæðunum á Sauðárkróki þar sem keppendur og aðstandendur þeirra skemmta sér saman.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.