700 þúsund úr Forvarnasjóði

Forvarnasjóður úthlutaði í gær styrkjum fyrir árið 2010 en tvö skagfirsk verkefni fengu úthlutað úr sjóðnum.

 
Verkefnið ,,Útideildin - forvarnateymi í Skagafirði " fékk að þessu sinni  500.000 kr. styrk til verkefnisins.  Þá hlaut verkefnið " V.I.T. 2010- átak fyrir 16-18 ára " 200 þúsund króna styrk úr Forvarnasjóði einnig.
Útideild hefur verið starfrækt í Skagafirði frá árinu 2006 og er þetta í fjórða sinn sem verkefnið hlýtur styrk frá Forvarnasjóði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir