700 keppendur í fótbolta

Á heimasíðu Unglingalandsmóts UMFÍ segir að vegna gífurlegrar þáttöku hafi verið ákveðið að bæta við tveim völlum í knattspyrnunni. Skráningin hefur verið framar vonum og núna eru liðin orðin 76 sem gerir um 700 þátttakendur með báðum kynjum. Til glöggvunar þá erum við að tala um að greinin sé komin á svipaða stærðargráðu og Smábæjarleikarnir og Landsbankamót.

Vellirnir tveir sem bættust við munu ekki vera langt í burtu frá hinum völlunum, en þeir eru við hliðina á tjaldsvæðinu uppá Nöfunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir