60 ára afmælishátíð Þyts og vígsla reiðhallarinnar

N.k. laugardag verður haldið upp á 60 ára afmæli hestamannafélagsins Þyts með sýningu í reiðhöllinni á Hvammstanga, en reiðhöllin verður einnig vígð á laugardaginn.

Á sýningunni verður margt að sjá, en þar munu fjölmörg ræktunarbú úr héraðinu koma fram, börn og unglingar munu sýna, munsturreið karla og kvenna, fimleikar á hestum og marft fleira.

Sýningin hefst kl. 15:00 og miðaverð er kr. 2.000,- fyrir fullorðna, kr. 1.000,- fyrir 7-12 ára og frítt fyrir 6 ára og yngri. Boðið verður upp á afmæliskaffi í hléi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir