55% þátttakenda í netkönnun Feykis vilja veiða hval
Síðasta hálfa mánuðinn eða svo hefur netkönnun verið í gangi á síðu Feykis. Spurt hvað þátttakendum þætti um hvalveiðar Íslendinga en það málefni hefur verið mikið í umræðunni í sumar, ekki hvað síst eftir að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra bannaði veiðar tímabundið. Nú í mánuðinum hófust veiðar að nýju og ekki allir á eitt sáttir.
Netkannanir Feykis eru nú meira til gamans gerðar og svörin eftir því. Það er því hæfilegt mark takandi á niðurstöðunum og nokkuð víst að könnunin stenst ekki fræðilegar kröfur.
Niðurstaða könnunarinnar er engu að síður sú að svarið > Auðvitað veiðum við! < fékk ríflega helming atkvæða eða 55%. Tæpum þriðjungi fannst hvalveiðar barn síns tíma eða 30%, 11% fannst rétt að tala um eitthvað annað og 4% þátttakenda merktu við svarið > Helvítis fokking fokk! <
481 tók þátt í könnuninni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.