50 kíló af þorskhnökkum í verðlaun

Dregið hefur verið í getraun FISK sem var á Atvinnulífssýningunni 24 - 25 apríl. Spurt var um hvað starfsmenn FISK og tengdra félaga væru margir og rétt svör eru að starfsmenn FISK eru 250 og tengdra félaga 70 eða samtals 320.

Verðlaunin voru 10 kg af léttsöltuðum úrvals þorskhnökkum og eftirtaldir hlutu hver um sig 10 kílóa kassa.

Þórður Hólm Snæbjörnsson Sauðárkróki
Ólafía I Þorbergsdóttir          Steinstaðahverfi
Pála Margrét Gunnarsdóttir  Sauðárkróki
Þórður Þórðarson                Reykjavík
Ragna Hjartardóttir               Sauðárkróki

FISK þakkar öllum sem tóku þátt í getrauninni og einnig öllum þeim fjölmörgu sem heimsóttu okkur á básinn okkar á sýningunni.

á myndinni afhendir Ásmundur Baldvinsson Guðnýju Guðmundsdóttur fiskikassann hennar Pálu Margrétar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir