5. flokkur karla hjá Tindastól spilaði við KS/Leiftur í gær

a-liðið átti góðan leik og sigraði 3-2, b-liðið átti einnig fínan leik en var óheppið og tapaði 4-1

 

a-iðið skipaði Örvar í markinu, Jón Grétar, Bjarni Páll, Halldór Broddi, Jónas, Pálmi, Arnar og Hlynur.

Staðan var 1-0 í hálfleik eftir frábært mark sem Arnar skoraði fyrir stólana eftir góðan undirbúning Pálma. Jónas kom stólunum svo í 2-0 með stórglæsilegu marki beint úr aukaspyrnu og má segja að seinnihálfleikurinn hafi byrjað með látum. KS/Leifur skoruðu þó strax í kjölfarið og staðan þá orðin 2-1. Leikurinn róaðist svo eða allt þar til að Arnar skoraði sitt annað mark 6 mínútur fyrir leikslok. KS/Leifur náði svo að skora á síðustu sekúndunum sitt annað mark, og þar við sat úrslitin því 3-2 fyrir Tindastól.

b-liðið skipaði Rúnar í markinu, Gunnar, Sigurður Ingi, Sigurður Þór, Eiður, Alexander, Sigurbjörn, Atli Dagur, Hákon og Óskar

Leikurinn hjá þeim byrjaði ekki vel og fljótlega skoruðu KS/Leifur fyrsta markið í leiknum. Okkar menn komust þó fljótt inn í leikinn og tóku öll völdin á vellinum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og góð markatækifæri þá tókst stólunum þó ekki að koma boltanum í markið. Stórbrotin markvarsla sást rétt áður en flautað var til hálfleiks en þar var Rúnar að verki sem varði glæsilega skot frá einum sóknarmanni KS/Leiftri.

Strákarnir komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og ætluðu sér að jafna leikinn. Strákarnir bættu í sóknarleikinn en gleymdu alveg að hugsa um vörnina og það nýttu KS/Leiftur sér og skoruðu 3 mörk til viðbótar. Tindstólsmenn voru samt sem áður ákafir í sóknarleiknum og small boltin m.a. 2 sinnum í þverslánna. Óskar náði að setja eitt mark og minnka muninn þrátt fyrir að markamaður KS/Leifurs væri í hörkustuði. 
Úrslit því 4-1 fyrir KS/Leiftri

heimild: www.tindastoll.is/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir