4,9% atvinnuleysi í febrúar

Atvinnuleysi mældist í febrúar 4,9% á Norðurlandi vestra. 5,2% atvinnuleysi var hjá körlum en 4,6% hjá konum. Mest var aukning á atvinnuleysi milli mánaða í Skagafirði en þar fjölgað um 17 á atvinnuleysisskrá í febrúar. Þá var í fyrsta sinn í langan tíma mælanlegt atvinnuleysi í Akrahreppi.
Í öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra fjölgaði á atvinnuleysisskrá í febrúar nema í Skagabyggð þar sem atvinnuleysi stóð í stað.

Engin störf eru auglýst laus til umsóknar á starfatorgi Vinnumálastofnunar fyrir Norðurlan vestra en þó er farið að bera á því að sveitarfélög og fyrirtæki séu farin að auglýsa eftir sumarstarfsfólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir