465 börn og unglingar hjá Frístundasviði

Fyrstu viku í Sumar TÍM og Vinnuskóla 2010 er að ljúka og hefur vikan að sögn skipuleggjenda gengið mjög vel. 145 unglingar í 7-10. bekkjum í Skagafirði sóttu um vinnu sem er nýtt met í fjölda. Flokksstjórar hafa unndið frá því  20. maí  og hafa þeir undirbúið skemmtilegt sumar fyrir alla unglinga í Skagafirði.

Til viðbótar við Vinnuskólann hafa  20 unglingar sótt um í VIT sem er átaksverkefni fyrir 16-18 ára ungmenni.

Rúmlega 300 börn sækja námskeið og íþróttir í gegnum Sumar Tím í Skagafirði og eru því í heild 465 börn og unglingar í Skagafirði sem una við leik og störf í skjóli  starfsemi Frístundasviðs yfir sumarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir