40 ára búfræðingar gefa Hólaskóla listaverk
40 ára búfræðingar frá Hólaskóla héldu nú um helgina upp á útskriftarafmæli sitt. Að því tilefni færðu búfræðingarnir skólanum listaverk eftir danska listamanninn og hestamanninn Peter Tandrup.
Búfræðingarnir skoðuðu sig um á Hólum undir leiðsögn Skúla Skúlasonar. Margt hefur heldur betur breyst – en margt er þó á sínum stað og óbreytanlegt. Hópurinn kom eins og áður sagði færandi hendi en verkið sem hópurinn gaf sýnir hest á skeiði. Verkið er staðsett í Þráarhöllinni ásamt öðru verki eftir sama listamann sem fjörutíu ára útskriftarhópur gaf skólanum í fyrra. Þykja verkin færa höllinni sérlega skemmtilegan blæ en á heimasíðu Hóla kemur fram að Hólaskóli sé þakklátur fyrir gjöfina og þá tryggð og vináttu sem hinir fyrrum nemendur sýna með henni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.