30 g af hassi gerð upptæk

Lögreglan á Blönduósi lagði í dag hald á u.þ.b. 30 gr. af hassi við húsleit á Skagaströnd.  Eigandi efnanna var yfirheyrður og málið telst upplýst.

 

Lögreglan vill nota tækifærið og minna fólk á Upplýsingasímann 800-5005 sem er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Starfsmenn fíkniefnastofu ríkislögreglustjórans taka niður upplýsingar sem kunna að berast og koma þeim áleiðis til lögregluembættanna eins og þurfa þykir.

Símsvari tekur við skilaboðum frá þér og þú getur valið um hvort þú vilt gefa upp nafn þitt eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir