3. flokkur kvenna hjá Hvöt í úrslit

Magnaðar fótboltastelpur.  Mynd: Húni.is

Stelpurnar í 3. flokki Hvatar hafa staðið sig vel í sumar á Íslandsmótinu í 7 manna bolta og hafa unnið 9 af 10 leikjum sínum og eru komnar í úrslit. Úrslitin verða leikin um helgina á Garðsvelli er stelpurnar leika gegn liðum KS/Leifturs, Sindra og Víðis.

 

 

 

Lið 3. flokks Hvatar í sumar er skipað eftirtöldum leikmönnum: Andrea Rún Andrésdóttir, Anna Sigríður Valgeirsdóttir, Árný Dögg Kristjánsdóttir, Bergþóra Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, Elín Hulda Harðardóttir, Elínborg Telma Ágústsdóttir, Elísabet Kristín  Kristmundsdóttir, Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Halla Steinunn Hilmarsdóttir, Hrafnhildur Una Þórðardóttir, Maggý Björg Fossdal, Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir, Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir, Marta Karen Vilbergsdóttir og Svanhildur Guðmundsdóttir. Þjálfari liðsins er Davíð Ingi Magnússon.

 

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir