3 falt Drangeyjarsund og 1 Grettissund
Sjósundkapparnir Heimir Örn Sveinsson, Þórdís Hrönn Pálsdóttir, Þorgeir Sigurðsson og Skagfirðingurinn Heiða Björk Jóhannsdóttir syntu nú í kvöld frá Drangey og í land á Reykjaströnd. Þau þrjú síðast nefndu syntu stystu leið frá eyjunni en Heimi Örn gerð sér lítið fyrir og syndi Grettissund á tímanum 1 klukkustund og 36 mínútur.
Þorgeir synti á tímanum 2,21 klst og Heiða Björk sem einnig var fyrst kvenna til þess að synda Drangeyjarsund, synti á tímanum 2,25 klst. Síðust í land var Þórdís Hrönn sem var önnur konan til þess að synda þessa vegalengd. Þórdís er núverandi Íslandsmeitari í sjósundi. Sjálf líkti hún sundi við það að eiga barn. -Þetta var eins og fæðing, í miðjum klíðum hugsaði ég hvernig kom ég mér út í þetta og hvernig í óskupunum kem ég mér út úr þessu aftur, sagði Þórdís sem var mjög köld og þreytt þegar hún kom í land og þáði að vera borin síðustu metrana í hlýja Grettislaugina. -Þetta geri ég aldrei aftur, sagði hún eftir að hafa faðmað félaga sína.
Heiða bar sig öllu betur en lenti í erfiðleikum með að komast í land þar sem mikill gróður var í fjöruborðinu. Heiða hefur að sögn föður hennar Jóhanns Ingólfssonar talað um að synda Drangeyjarsund frá því að hún var lítil stelpa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.