24 börn af biðlistum komast ekki á leikskóla í haust

 

Það er ljóst að foreldrar ungra barna á Sauðárkróki bíða í ofvæni eftir nýjum leikskóla.

Hjá sveitarfélaginu Skagafirði eru nú 59 börn á biðlista eftir leikskólaplássi auk þess sem beðið er um lengri vistum fyrir 8 börn.  Af þessum 59 börnum verða 35 tekin inn á leikskóla núna í haust.
Að sögn Herdísar Sæmundsdóttir hefur fjölgað á biðlista síðan í desember á síðasta ári en þá voru 49 á biðlista. -Við fórum í breytingar á bæði Furukoti og Glaðheimum sem áttu tímabundið að leysa þennan vanda sem biðlistinn skapar en þá fór börnum að fjölga í sveitarfélaginu sem staðan er sú að 24 börn verða án úrræðis í vetur nema hvað þau geta sótt um hjá dagmæðrum, segir Herdís.

Þau börn sem verða tekin inn á leikskóla í haust eru öll fædd árið 2007 eða fyrr en börn sem fædd eru eftir það komast ekki inn á leikskóla fyrr en eftir sumarlokanir næsta haust. Þá er stefnt að því að taka Árkíl í notkun.
Sveitarfélagi hefur að undanförnu unnið að úrræðum til þess að fjölga dagmæðrum hjá sveitarfélaginu en í dag eru 10 dagmæður starfandi í Skagafirði. Veittur hefur verið styrkur til kerrukaupa auk þess sem dagmæður hafa nú í samráði við leikskólastjóra aðgang að leikskólalóðum á Sauðárkróki auk þess sem aðstaða á róló hefur verið bætt. Að sögn Herdísar veit hún ekki til þess að fleiri dagmæður taki til starfa nú í haust en sveitarfélagið hefur þó reynt að auglýsa eftir fleiri dagmæðrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir