22 laxar á land í Blöndu á opnunardegi

Á laugardaginn opnaði Blanda og það með látum því í lok dags voru komnir 22 laxar og allnokkrir sem slitu eða losnaði úr. Sá stærsti var 90 cm langur.

Á Lax-a.is segir að þrátt fyrir að Blanda skili nú alltaf slatta af löxum í opnun, þá er þetta óvenju mikill afli á fyrsta degi. Eins má benda á að nú er vaxandi straumur og því von á enn meiri göngum.

Við höfum velt því mikið fyrir okkur hvort ekki myndi verða gott stórlaxasumar nú í sumar í kjölfar mikils smálaxasumars í fyrra. Fyrstu vísbendingar virðast greinlega benda í þá átt.

Eitthvað er til af júníleyfum í Blöndu 1, en þeim fer fækkandi. Upplýsingar má finna á www.agn.is eða með því að senda póst á spall@lax-a.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir