1100 tonn af brotajárni í skip
Á heimasíðu Skagastrandar segir frá því að í gær flutti Hringrás um 1100 tonn af brotajárni um borð í flutningaskip sem þá lá í Skagastrandarhöfn.
Er þetta einungis hluti af því sem safnast hefur saman á undanförnum misserum og búast má við því að járnið gangi nú í endurnýjaða lífdaga og birtist hugsanlega aftur á Íslandi sem ísskápur, steypustyrktarjárn eða eitthvað annað.
Annar og stærri haugur bíður útflutnings en það eru bílflök sem hafa verið pressuð saman. Ástæðan fyrir því að þau fara ekki með þessu skipi er að vinnsluaðferðirnar eru ólíkar. Bílflökin eru tætt í sundur og síðan flokkuð og brædd en járnið fer beint í bræðslu. Að sögn forráðamanna Hringrásar er ekki hægt að segja til um hvenær bílflökin fara en væntanlega er skammt í það.
Flutningaskipið Wilson Gijon fer næst til Akureyrar sem og starfsmenn og bílafloti Hringrásar og útflutningurinn heldur áfram.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.