11 gull, 11 silfur og 5 brons á móti á Laugum

Systkinin frá Syðstu-Grund Jóndís, Sæþór og Kolbjörg stóðu sig frábærlega

Sumarleikar Héraðssabands Þingeyinga voru haldnir að Laugum í Reykjadal 27. - 28. júní.  Fjöldi Skagfirðimga sótti mótið og árangurinn gaf góð fyrirheit um komandi sumar en krakkarnir unnu sér inn 11 gull, 11 silfur og 5 brons.

Af árangri Skagfirðinga:  
  
Sæþór Hinriksson (09-10) sigraði í 60m, 600m og langst.
Guðrún Ósk Gestsdóttir (15-16) sigraði í 80m og 300m grindahl.
Guðjón Ingimundarson (17-18) sigraði í 110m grindahlaupi
Halldór Örn Kristjánsson (17-18) sigraði í 300m grindahlaupi
Jóndís Inga Hinriksdóttir (11-12) sigraði í langstökki
Laufey Rún Harðardóttir (15-16) sigraði í kúluvarpi
Vignir Gunnarsson (17-18) sigraði í sleggjukasti
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (13-17) sigraði í 300m grindahlaupi
  
Auk þess unnu Skagfirðingar til 11 silfurverðlauna og 5 bronsverðlauna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir