100 fjarnemar við FNV

fnv_logoNú stendur yfir innritun fyrir vorönn í fjarnám í Fjölbrautaskólanum en fjarnámið er vinsæl leið fyrir fólk sem ekki hefur tök á að sitja kennslutíma.

Að sögn Sigríðar Svavarsdóttur hjá FNV stunduðu rúmlega 100 nemendur fjarnám við skólann á haustönn 2009. 75% þeirra eru úr Skagafirði og Húnavatnssýslum, en svo teygir það anga sína austur á Reyðarfjörð og á suðvesturhornið og alla leið til Danmerkur.

 Að sögn Sigríðar hafa aðhaldsaðgerðir vegna fjármála skólans ekki komið mikið við þennan lið skólastarfsins, nema til nemenda 10. bekkjar grunnskólans sem áttu þess kost að taka ákveðin fög áður en hefur nú verið aflagt.

Fjarnám er góður kostur fyrir þá sem ekki geta stundað nám á hefðbundinn hátt. Skilyrði er að hafa aðgang að tölvu, því námið fer að mestu fram með tölvusamskiptum  við kennara og gegnum samskiptaumhverfið Moodle.

Innritun fyrir vorönn 2010 stendur nú yfir og lýkur 4. desember. Sótt er um á heimasíðu skólans www.fnv.is

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir