1. tökudagur á Roklandi

Ólafur Darri fer með hlutverk Bödda

Athugulir Króksarar hafa líklega tekið eftir voldugum flutningabílum merktum Pegasusi sem óku inn í bæin seint í gær. Eru þarna á ferðinni tökulið, leikarar og leikstjóri myndiarinnar Rokland sem verður tekin upp á Sauðárkróki á næstu dögum og vikum.

 

Tökumenn við störf

Þegar Feyki bar að garði var verið að taka upp atriði þar sem Böddi kemur gangandi eftir Aðalgötunni og fer í bókabúðina en búðin sú kemur mikið við sögu í bókinni. Spurning hvort þar inni leynist eitt stykki herra hundfúll eða svo?

Að mörgu er að hyggja þegar tekin er upp eitt stykki kvikmynd

Þó atriðið væri ekki nema um það bil hálf mínútu að lengd þurfti heilar 6 tökur til þess að ná því réttu þar sem bílar, gangandi vegfarendur og fleira truflaði tökur. Feykir mun fjalla meira um tökur á Roklandi á næstu dögum.

Marteinn Þórsson, leikstjóri, ræðir við Ólaf Darra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir