Aðsent efni

Ísland næstu árin

Við getum örugglega öll verið sammála um mikilvægi þess að um allt land séu blómlegar byggðir með hamingjusömum íbúum. Á landsbyggðinni eru starfandi öflug fyrirtæki sem skapa tekjur inn í þjóðarbúið. Lífið á landsbyggðinni er allskonar og kallar á mismunandi nálganir. En ekkert gerist af sjálfu sér, svo við getum haldið öflugum byggðum allt í kringum landið er nauðsynlegt að hafa raunhæfa byggðaáætlun.
Meira

Saga hrossaræktar – félagskerfið, hrossaræktarfélögin :: Kristinn Hugason skrifar

Nú skal tekinn upp þráðurinn þar sem honum var sleppt í 38. tbl., 6. október 2021 en þar var svo komist að orði í niðurlagi greinarinnar: „Fyrsta hrossaræktarfélagið: Hrossaræktarfélag Austur-Landeyja var stofnað 1904, þau voru síðan stofnuð hvert af öðru. Er hér um að ræða upphaf mikillar sögu, enda runninn upp ný öld. Öld umbrota og framfara, eða eins og stórskáldið, athafna- og hestamaðurinn Einar Benediktsson orðaði það í lokaorðum kvæðis síns Aldamót; „Lát snúast tímans tafl, / tuttugasta´öld.““. Verður nú þessari sögu framhaldið.
Meira

Takk haus! :: Áskorandinn Hrafnhildur Víglundsdóttir, frá Dæli í Víðidal

Hæ, ég heiti Hrafnhildur. Ég er með ADHD. Hausinn á mér er gerður til að finna endalausar lausnir við vandamálum. Búa til ferla sem láta hlutina ganga betur og hraðar fyrir sig. Ég er, já eða var brjálæðislega góð í að gera marga hluti í einu. Ég finn mjög sterkt, ekki bara mínar tilfinningar heldur allra annarra líka.
Meira

Úreltir kynjakvótar :: Leiðari Feykis

Nú kemur hver framboðslistinn í leitirnar líkt og farfuglarnir og sitt sýnist hverjum um uppstillingu frambjóðenda á þeim eins og gengur. Í lauslegri talningu minni á þeim sem þegar hafa litið dagsins ljós má ætla að þokkalegt samspil sé á milli kynja þó halli örlítið á kvenfólkið.
Meira

Í Austurdal í Framhéraði Skagafjarðar

Á dögunum leitaði hugurinn til myndarinnar Í Austurdal þar sem Stefáni Hrólfssyni á Keldulandi á Kjálka er fylgt um Austurdal bæði í ferðum og léttu spjalli. Fjallaunnandinn og hestamaðurinn Stefán fer á kostum í myndinni með léttleik sínum og virðingu fyrir umhverfinu. Myndin sýnir ekki bara heillandi og mikilfenglegt umhverfi heldur ekki síður væntumþykju og ást á dalnum fagra. Menn bókstaflega ljóma þegar þeir ríða um sléttar grundir dalsins og virða fyrir sér umhverfið, frjálsir frá erli hversdagslífsins og ekkert annað kemst að en að njóta stundarinnar. Í svona dal getur ekkert slæmt leynst, allir eru jafnir og ekki möguleiki fyrir nokkurn mann að vera í vondu skapi. Sannarlega frábær mynd og eftirminnileg og ekki hægt annað en að hrífast með.
Meira

Áfram gakk!!!! :: Áskorendapenninn Ragnhildur Haraldsdóttir, varaoddviti Húnavatnshrepps

Þann 19. febrúar síðastliðin var ákveðið af íbúum tveggja sveitarfélaga að stíga mikilvægt skref, skref sem þótti af mörgum íbúum of stórt og ekki tímabært að stíga, ekki fyrir svo mörgum árum. Sameining sveitarfélaganna Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar og hins vegar Akrahrepps og Sveitarfélagins Skagafjarðar mun verða að veruleika og sjálfsagt, eins og með margt annað, sýnist sitt hverjum.
Meira

Frábær leikhússkemmtun á Shrek!

Nemendur 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki frumsýndu á fimmtudagskvöldið í Bifröst leikritið Shrek. Leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og aðstoðarleikstjóri er Eysteinn Ívar Guðbrandsson. Silla og Eysteinn eru jafnframt handritshöfundar en þau skrifuðu handritið upp úr fyrstu tveimur myndunum.
Meira

Horfum til framtíðar - Aðalskipulag fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð 2020-2035

Á vordögum 2019 samþykkti sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hefja vinnu við endurskoðun á gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins, en aðalskipulag er skipulagsáætlun sem nær til alls lands sveitarfélagsins. Í aðalskipulaginu er mótuð stefna um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar ásamt því að sett er fram stefna sveitarstjórnar um byggðaþróun, samgöngur, reiðleiðir, gönguleiðir og margt annað sem snýr að gerð og þjónustu sveitarfélagsins.
Meira

Þvílíkur hvalreki :: Leiðari Feykis

Eins og fram kemur á forsíðu Feykis þessa vikuna rak stærðarinnar hval upp í fjöru í landi Bessastaða í Húnaþingi vestra. Í orðabókum er hvalreki m.a. skilgreindur sem óvænt stórhapp en eins og flestir vita var litið á hvalreka sem mikinn happafeng á öldum áður og dæmi um að slíkt hafi bjargað fjölda fólks frá hungurdauða.
Meira

Ferðaþjónustan kemur saman að nýju

Stærsti viðburður ferðaþjónustunnar á Íslandi verður haldinn nú í vikunni. Fimmtudaginn 24. mars koma hátt í þúsund manns saman á ferðakaupstefnunni Mannamót Markaðsstofa landshlutanna sem haldin er árlega. Á Mannamótum koma ferðaþjónustufyrirtæki úr öllum landshlutum saman til að kynna þjónustu sína og vörframboð fyrir fólki í ferðaþjónustu sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu. Stór þáttur í uppbyggingu ferðaþjónustunnar eftir erfiðleika síðustu tveggja ára er að vinna þétt saman í nýsköpun, vöruþróun og markaðssetningu. Þarna myndast mikill suðupottur hugmynda og verkefna, bæði á milli landshluta en einnig innan svæða.
Meira