Aðsent efni

Uppbygging skólamannvirkja í Varmahlíð

Í liðinni viku voru kynntar tillögur VA Arkitekta að breytingum á Varmahlíðaskóla og samþættingu leik-, grunn- og tónlistarskóla á einum stað. Tillögurnar eru afrakstur vinnu sem hófst í árslok 2019 þegar sveitarfélögin tvö í Skagafirði samþykktu að vinna að ofangreindu markmiði og skipuðu sérstaka verkefnisstjórn um framkvæmdina með það að leiðarljósi að þær breytingar sem gerðar yrðu á húsnæðinu og umhverfi þess myndu uppfylla þarfir og kröfur sem gerðar eru í dag til skólahalds leik-, grunn- og tónlistarskóla.
Meira

Samkeppnishæfara sveitarfélag

Fátt skiptir meira máli en skólamál þegar fólk stendur frammi fyrir vali á búsetu. Í framsæknum samfélögum þarf að vera góð aðstaða í skólum, gott og umhyggjusamt starfsfólk, ekki löng bið eftir leikskólaplássum o.s.frv., annars sest fólk einfaldlega annars staðar að. Nú standa íbúar í Skagafirði frammi fyrir kosningu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja, Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Ef sameining verður samþykkt verður til fjölmennasta dreifbýlissveitarfélag landsins með þriðjung íbúa héraðsins í dreifbýli.
Meira

Undskyld, danske venner :: Leiðari Feykis

Það má segja að íslenska landsliðið í handbolta hafi gert garðinn frægan á Evrópumótinu sem nú er nýafstaðið og fór fram í Ungverjalandi og Slóvakíu. Væntingar voru ekki miklar fyrir mót og voru menn helst að vonast til að komast í hóp tíu bestu liða álfunnar á ný en það hafði ekki gerst síðan 2014 þegar Ísland endaði í 5. sæti á EM sem fram fór í Danmörku.
Meira

Fjölbreytni í sveitarstjórnum

Þann 14. maí nk. verður kosið til sveitarstjórna í landinu. Í dag eru nærri 70 sveitarfélög í landinu, og þau eru grundvallareining í stjórnskipan landsins. Stjórnsýsla þeirra er mikilvæg í lýðræðislegri ákvörðun um grunnþjónustu í nærsamfélagi íbúa landsins. Það er því gríðarlega mikilvægt hverju sveitarfélagi að sveitarstjórnin endurspegli sem best íbúasamsetningu þess.
Meira

Saga hrossaræktar – hrossasalan :: Kristinn Hugason skrifar

Ágætu lesendur, áður en ég vík að efni greinarinnar vil ég óska ykkur gleðilegs og farsæls nýs árs en þetta er fimmta árið sem birtast munu reglulega greinar hér í Feyki frá Sögusetri íslenska hestsins. Í þessari grein verður fjallað um hrossasöluna hér innanlands fyrr og nú og útflutninginn sem á sér lengri og fjölskrúðugri sögu en margur hyggur. Í næstu grein verður svo fjallað sérstaklega um uppbyggingu reiðhrossamarkaða erlendis.
Meira

Kjósum já – fyrir framtíðina

Í lok apríl 2021 hófust óformlegar viðræður milli sveitarfélaganna Skagafjarðar og Akrahrepps um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Sveitarfélögin hafa alla tíð átt í umfangsmiklu samstarfi um ýmsa þjónustu og því þóttu viðræðurnar eðlilegt framhald á nánu og vaxandi samstarfi sveitarfélaganna undanfarin ár.
Meira

Fjársjóður í fólki :: Áskorandi Guðný Káradóttir, brottfluttur Skagfirðingur

Þegar Hulda Jónasar Króksari og vinkona mín sendi mér áskorandapennann þá hugsaði ég: „Já ég er Skagfirðingur, ekki bara Króksari“. Ræturnar liggja nefnilega víða um Skagafjörðinn.
Meira

Kæru íbúar Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar, tökum næsta skref inn í framtíðina

Nú er komið að því að kjósa um sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar þann 19. febrúar nk. Aðdragandi þess er búinn að vera langur en í byrjun júní sl. var kosið um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Austur- Hún. eftir tæplega fjögurra ára viðræður/undirbúningstíma. Sú sameiningartillaga var samþykkt í Húnavatnshreppi og Blönduósbæ en felld í hinum tveimur og því varð ekki af þeirri sameiningu. Sú ákvörðun var tekin í sveitarstjórn Húnavatnshrepps að kanna hug íbúa til sameiningar þessara tveggja sveitarfélaga og voru 2/3 kjósenda jákvæðir fyrir að skoða þessa sameiningu.
Meira

Áfram veginn!

Þann 19. febrúar nk. verður kosið um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Meirihluti kjósenda í sveitarfélögunum tveimur samþykktu tillögu um sameiningu sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu í kosningum í júní 2021, en meirihluti íbúa Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar felldi tillöguna. Í kjölfarið ákváðu sveitarstjórnir Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps að gefa íbúunum sínum færi á að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna tveggja.
Meira

Umhverfisakademía? Hvað er það? :: Einar Kristján Jónsson skrifar

Í tengslum við sameiningarviðræður Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps hefur verið hrundið af stað verkefni til undirbúnings stofnunar umhverfisakademíu á Húnavöllum með fyrirhuguðum stuðningi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Hugmyndin hafði áður verið rædd í tengslum við sameiningarviðræður sveitarfélaganna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu.
Meira