Uppbygging skólamannvirkja í Varmahlíð
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
04.02.2022
kl. 09.37
Í liðinni viku voru kynntar tillögur VA Arkitekta að breytingum á Varmahlíðaskóla og samþættingu leik-, grunn- og tónlistarskóla á einum stað. Tillögurnar eru afrakstur vinnu sem hófst í árslok 2019 þegar sveitarfélögin tvö í Skagafirði samþykktu að vinna að ofangreindu markmiði og skipuðu sérstaka verkefnisstjórn um framkvæmdina með það að leiðarljósi að þær breytingar sem gerðar yrðu á húsnæðinu og umhverfi þess myndu uppfylla þarfir og kröfur sem gerðar eru í dag til skólahalds leik-, grunn- og tónlistarskóla.
Meira