Aðsent efni

Svikin við strandveiðarnar og sjávarbyggðirnar :: Eyjólfur Ármannsson skrifar

„Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Þetta var boðskapur VG í kosningabaráttunni í Norðvesturkjördæmi síðast liðið haust. Hverjar eru efndirnar?
Meira

Reynir að undirbúa sig vel fyrir hverja keppni :: Íþróttagarpurinn Þórgunnur Þórarinsdóttir

Feykir sagði frá því snemma í desember að tvö ungmenni af Norðurlandi vestra höfðu þá verið valin í U21-landsliðshóp Landssambands Hestamann fyrir árið 2022, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra, og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi. Guðmar svaraði spurningum Feykis í síðasta blaði ársins, sem kom út fyrir jólin, og nú er komið að Þórgunni. Hún býr á Sauðárkróki, dóttir þeirra Þórarins Eymundssonar, hestahvíslara, og Sigríðar Gunnarsdóttur, sóknarprests.
Meira

Sjálfbærar Strandveiðar! :: Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson skrifa

Miklar endurbætur voru gerðar á strandveiðikerfinu á sl. kjörtímabili með 12 daga kerfi sem treysti öryggi sjómanna, efldi sjávarbyggðir ásamt nýliðun og jók jafnræði í greininni. Annað okkar leiddi þá vinnu í góðri, þverpólitískri samvinnu á Alþingi og í samstarfi við sjómenn og hagsmunasamtök þeirra. Ekki náðist á endasprettinum að tryggja varanlega 48 daga til veiðanna. Það er auðvelt ef viljinn er til staðar.
Meira

Velkominn þorri og vertu góður! :: Leiðari Feykis

Framundan [á morgun] er bóndadagurinn sem markar upphaf þorrans, fjórða mánuð vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst ætíð á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á þorraþræl, laugardeginum fyrir konudaginn en þá tekur góa við. Eins og margir þekkja hefur þessi tími verið notaður til mannfagnaða í formi þorrablóta þar sem fólk kemur saman, etur og drekkur og hefur hið fornkveðna; að maður sé manns gaman, í heiðri.
Meira

Samtakamáttur og samheldni á mikilvægum tímum

Eins og vitað er eru aðgerðir ríkisstjórnar vegna Covid-19 í stöðugri endurskoðun og taka mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma. Í öllum ákvörðunum og umræðu af hálfu yfirvalda hefur verið lögð mikil áhersla á að reyna að halda úti órofinni starfsemi á sem flestum sviðum. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur markað sér þá stefnu að fylgja leiðbeiningum yfirvalda hvað þetta varðar eins og hægt er og leitast við að þjónusta íbúa í stofnunum sveitarfélagsins hvar sem þeir eru, í skólum, í velferðarþjónustu og annars staðar.
Meira

Lionsklúbburinn Björk

Lionsklúbburinn Björk á Sauðárkróki hittist lítið sem ekkert síðasta vetur en hefur náð að hittast þrisvar sinnum það sem af er þessum vetri. Fundirnir hafa verið haldnir í Gránu og þar höfum við notið gestrisni og góðra veitinga og þökkum við fyrir það.
Meira

Undirbýr hestana fyrir næsta keppnistímabil :: Íþróttagarpurinn Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal

Í byrjun desember var kunngjört hvaða ungmenni voru valin í U21-landsliðshóp Landssambands Hestamann fyrir árið 2022. Tvö af þeim sextán sem þóttu verðskulda veru í þeim hópi búa á Norðurlandi vestra, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra, og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi.
Meira

Hækkun sjávarborðs – verulegt áhyggjuefni

Djúpar lægðir dundu á landinu kringum áramótin með hárri sjávarstöðu og allnokkru tjóni í og við nokkrar sjávarbyggðir. Þessi tjón, ásamt mörgum öðrum undanfarin ár, hljóta að vekja fólk til aukinnar vitundur um hærri sjávarstöðu og auknar líkur á enn meira tjóni í komandi framtíð. Því miður er ekkert í þeim efnum sem getur batnað. Hjá þjóð sem býr á eyju með mörgum tengingum við sjóinn hefur verið furðulítil umræða um þessi mál.
Meira

Vonar að Eden Hazard komi aftur til baka :: Liðið mitt Arnór Guðjónsson

Arnór Guðjónsson er Norðlendingum að góðu kunnur á fótboltavellinum en hann hefur í mörg ár leikið sitthvoru megin Þverárfjalls, eins og stundum er sagt. Síðustu tvö tímabil lék hann með liði Tindastóls en Kormákur/Hvöt naut krafta hans þar áður en samkvæmt skýrslum KSÍ kom hann á Krókinn frá SR árið 2016. Nú hefur Arnór söðlað um á ný og nýbúinn að skrifa undir hjá Kormáki Hvöt og tekur því slaginn með Húnvetningum í 3. deildinni í sumar.
Meira

Áfram í sókn

Sóknaráætlanir landshlutanna eru stefnumótandi áætlanir sem taka til starfssvæða landshlutasamtaka sveitarfélaga. Um er að ræða einkar vel heppnaða aðgerð þar sem landshlutasamtök sveitarfélaga stofna með sér samráðsvettvang og stilla upp áætlun sem setur fram sýn og markmið sem draga fram sérstöðu svæðanna. Þannig er stutt við ákvarðanir um úthlutun fjármagns og verkefni sem unnin eru undir merkjum sóknaráætlana.
Meira