Stöðugleiki og stefnufesta – tækifærin framundan
feykir.is
Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
12.05.2022
kl. 14.52
Húnaþing vestra er gott samfélag til dvalar og búsetu. Þjónustustig er hátt og álögur lægri en víða annarsstaðar. Pólitískur stöðugleiki hefur einkennt líðandi kjörtímabil og þar hafa allir sveitarstjórnarfulltrúar hvar svo sem í flokki þeir standa lagt drjúgt lóð á vogarskál. Með þennan pólitíska stöðugleika í farteskinu hafa mörg mikilvæg framfaramál náð fram að ganga. D–listinn leggur áherslu á áframhaldandi pólitískan stöðugleika og býður fram krafta sína með blöndu af reyndu og nýju fólki til að standa vörð um gott og dýrmætt samfélag og nýta enn frekar tækifærin sem eru til staðar í okkar héraði.
Meira