Opið bréf til sveitarstjórnar í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
12.06.2015
kl. 09.50
Hvernig er það, eru ekki reglur í sambandi við hundahald í gildi á Sauðárkróki? Ég er orðin frekar leið á að geta ekki farið út úr húsi án þess að mæta lausum hundum. Vissulega eru sumir vel siðaðir og hlýða húsbóndanum ef hann er nálægur, en stundum sést hann ekki.
Það er varla hægt að leyfa börnum að fara út án eftirlits vegna lausagöngu hunda. Er ekki komin tími til að bæjaryfirvöld geri eitthvað í málunum?
Þorbjörg Magnúsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.