Ný tegund lögfræðiþjónustu á Íslandi – skjalagerð á netinu
Á sunnudaginn voru formlega opnaðar þrjár nýjar vefsíður, skilja.is, kaupmáli.is og erfðaskrá.is. Á síðunum gefst þeim eru að skilja, vilja gera erfðaskrá eða kaupmála kostur á að leggja fram allar nauðsynlegar upplýsingar á aðgengilegan hátt, sem lögfræðingur vinnur svo úr og útbýr tilskilin skjöl. Viðskiptavinurinn fær svo skjölin send tilbúin til undirritunar. Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem slík þjónusta er í boði á Íslandi, svo vitað sé til, og segja má að með þessu sé brotið blað í lögfræðiþjónustu á Íslandi.
Verslun og þjónusta á netinu hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Á það jafnt við um verslun og þjónustu sem rekin er samhliða hefðbundnum verslunarrekstri sem og netverslun sem er sérstaklega sett á fót með það að markmiði að stunda einungis slíkan verslunarmáta. Lögfræðiþjónusta á netinu er hér ekki undanskilin og sem dæmi má nefna að á Englandi og í Wales er fjórði hver skilnaðarsamningur gerður á netinu í gegnum stærstu lögfræðiþjónustu Bretlands sem sérhæfir sig í skilnaði.
Lögfræðisamningar á netinu hafa ekki einungis aukin þægindi í för með sér heldur má segja að með slíku hafi aukist gegnsæi í gjaldtöku á lögfræðiþjónustu en engin sameiginleg gjaldskrá gildir yfir lögfræðiþjónustu á Íslandi . Oftast er um tímagjald að ræða þegar lögfræðingar verðleggja þjónustu sína til einstaklinga en gera má ráð fyrir að tímagjald lögfræðinga sé um 15 – 20 þúsund kr.
Þrátt fyrir að lögfræðingar þurfi að gera skjólstæðingum grein fyrir áætluðum verkkostnaði áður en þeir taka mál að sér er ekki óalgengt að verkkostnaður verði ívið en hærri við verklok en í byrjun. Með lögfræðinetþjónustu eins og opnuð var á sunnudaginn er hins vegar hægt að ganga að verkkostnaði vísum eftir því hvaða þjónusta er valin.
Þjónusta sem síðurnar skilja.is, kaupmáli.is og erfðaskrá.is bjóða upp á eru af þeim toga að flestir, sem þurfa á slíkri þjónustu að halda, geta nýtt sér hana. Hins vegar geta notendur sem eru með viðameiri og flóknari mál engu að síður pantað tíma hjá lögfræðistofunni og fengið hefðbundari lögfræðiþjónustu.
Fyrirspurnum svarar Jóhannes Árnason, hjá JÁS-Lögmönnum, í síma 561-5700 eða 698-4165, johannes@jas.is. Klapparstígur 16, 101 RVK.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.