Gríðarleg skaðsemi flottrolls á vistkerfi sjávar við veiðar á uppsjávarfiski
Samkvæmt áralöngum ransóknum finnska vísindamannsins Petri Suuronen hjá Norsku Hafransóknarstofnunni drepur flottroll með smugi fiska 10 til 15 falt það magn sem það veiðir og skilar að landi. Flottroll splundrar fiskitorfum og ruglar göngumynstur þeirra til hryggninga og uppeldisstöðva.
Flottroll drepur auk þess sem meðafla gríðarlegt magn af bolfiski og seiðum ýmissa fiskitegunda sem síðan er brætt í mjöl og lýsi til skepnufóðurs.
Dæmi er um allt að 60 tonn af laxi hafi komið í einu holi í flottroll í lögsögu Íslands og verið kastað dauðum aftur í sjóinn.
Hrun hörpudisksstofnsins við Ísland má einnig rekja til flottrollsveiða.
Hörpudiskurinn lifir á svifþörungum og smáum lífrænum ögnum sem berast með straumum nálægt sjávarbotninum. Hann heldur sig mest á hörðum botni á 15-80 m dýpi, einkum þar sem straumar bera að gnótt næringarefna.
Grænþörungar og plöntur geyma forðanæringu á formi sterkju í frumu-líffærum sem nefnast plastíð. Þetta eru einu hópar lífvera sem gera það.
Eftir að farið var að veiða loðnu í gríðarlegu magni og þá einkum í flottroll hefur varla komið loðna inn á Breiðafjörð til hryggningar.
Hún hefur einfaldlega verið drepin og torfunum splundrað. Grænþörungur sem er aðalfæða hörpudisksins nærist aðalega á næringarsúpu úr rotnandi loðnu sem verður til við það er loðna hryggnir og deyr.
Beint samhengi er á milli loðnuveiða og hruns hörpuskeljarstofnsins á Breiðafirði.
Hörpudiskurinn hafði ekki rétta næringu og sýktist af þeim sökum og stofninn hrundi.
Níels A. Ársælsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.