Frambjóðendur til sveitarstjórna 31. maí 2014

Með þessu bréfi vilja samtökin Landsbyggðin Lifi – LBL vísa ykkur veginn inn á heimasíðu samtakanna www.landlif.is  Þar má m.a. finna Byggðastefnu LBL sem send var út í mars 2014. Á heimasíðunni má einnig sjá ályktanir frá aðalfundum og stjórn LBL. Við hvetjum ykkur til að skoða áherslur samtakanna. Um þær verður spurt og efni tillagna rædd í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga á þessu vori.

Áherslur L.B.L. eru m.a. þessar:

1. Móta heildstæða byggðastefnu fyrir landið allt og nýtingu þess.

2. Búseta fólks, öryggi og velferð allra sem landið byggja.

3. Öll erum við jafn þörf og mikilvæg í okkar byggð.

4. Gerum landið sjálfbært á öllum sviðum. Tryggja þarf atvinnu, matvælaöryggi, hita, rafmagn, hreint vatn og fjarskipti.

5. Jafnrétti er lykill að velmegun íbúa og eykur búsæld um land allt. Íbúalýðræði í ákvörðunum verði aukið og áhrif á hag eigin byggðar verði tryggð.

6. Íbúum landsins verði ekki mismunað eftir búsetu t.d. með verri lánakjörum og fyrirgreiðslu. Það skerðir lífskjör og veldur mismunun.

7. Landshlutar og landsvæði verði eins og kostur er fjárhagslega og stjórnskipulega sjálfstæð. Bendum á athyglisverða  ræðu Halldórs Halldórssonar á landsþingi Sambands ísl. sveitarfélaga 2012.

8. Landbúnaðarland verði varðveitt til landbúnaðarframleiðslu fyrir komandi kynslóðir og afurðir unnar eins nálægt uppruna sínum og hægt er.

9. Sameiginlegar auðlindir verði í eigu þjóðarinnar og nýttar í byggðum eins nálægt upptökum sínum og hægt er. Fyrir afnotarétt auðlinda greiðist gjald.

10. Menntun fólks verði fjölbreytt og lifandi og eins lengi í heimabyggð og nútímatækni gerir mögulegt.

Hér er aðeins upptalið í stuttu máli það sem í stefnu LBL  er skrifað. Skjalið í heild sinni er að sjálfsögðu það sem vonandi vekur áhuga ykkar góðir frambjóðendur eftir þessa stuttu yfirferð.

Byggðastefna er ekki skrifuð fyrir dreifbýlið á Íslandi heldur landið allt og þá sem byggja landið. Íbúar þurfa að vita að hverju þeir ganga þegar valin er búseta og jafnvel fjárfest til framtíðar. Því er nauðsynlegt að byggðastefna sé skrifuð af íbúunum sjálfum og taki ekki breytingum eftir pólitískum sveiflum.

Stjórn LBL

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir