Ágæti viðtakandi

Það eru ótrúleg vonbrigði og sárt til þess að vita að þingmenn og ráðherrar skuli ætla að bregðast landsbyggðinni eins og ráð er fyrir gert í fjárlögum Alþingis.

Þá ekki síst ráðherra og þingmaður okkar kjördæmis Norðurlands vestra. Sú aðför sem fyrirhuguð er að heilbrigðisstofnunum  landsbyggðarinnar er hryllingur. Hvað eru menn að hugsa?

Leggja niður landsbyggðina og flytja alla á suðurhornið.Ef það er staðreynd málsins gangið þá hreint til verks og segið það á tærri íslensku svo við getum undirbúið verknaðinn.

Undirritaður er sammála því að gæta þurfi aðhalds og spara svo sem unnt er. Vinna niður skuldir þjóðarbúsins en þarf að gera það með svo hastarlegum hætti og svo fljótt.

Það gengur fram af mér framkoman við Heilbrisðisstofnanirnar og þá lít ég mér næst á Heilb.stofnun Sauðárkróks afskaplega góð og vel rekin stofnun með góða þjónustu sem sparar okkur íbúunum óþarfa akstur, vinnutap og fyrir höfn með komu sérfræðinga á staðinn en  nú skal leggja það niður, Sjúkradeild skal leggja niður.

Við sem rekum fyrirtæki vitum að það gerir lítið gagn að flytja kostnaðinn milli deilda en það er það sem gert verður með þessum niðurskurði : kostnaðurin færður á t.d. á þá sem reka sjúkrabíla, sjúklinginn sjálfan og aðstandendur hans.

Við þessar aðgerðir fjölgar fólki á atvinnuleysisskrá hvaða sparnaður er það?  Einfaldlega enginn sparnaður í því fólk sem missir vinnuna fellur oftar en ekki í far þunglyndis, veikinda í stoðkerfi líkamans og fleira og þetta vitið þið. Stór hluti þessa fólks fer síðan að kosta þjóðfélagið stór fé í gegn um heilbrigðiskerfið jafnvel með örorku bæði á líkama og sál.

Ég vil benda á mál sem þyrfti frekar að skoða það eru þær atvinnuleysisskráningar sem nú þegar eru fyrir hendi.

121 skráður atvinnulaus og mínu svæði í september og ekki hægt að fá nokkurn mann í vinnu, eru allir orðnir svona illa á sig komnir eða nennir þetta fólk ekki að vinna. Hver hefur eftirlit með þessu? Ráða þurfti erlent vinnuafl  í umþað bil jafnmargar stöður eins og atvinnulausir eru skráði til að hægt væri að hefja sauðfjárslátrun á svæðinu. Það þarf að endurskoða tryggingakerfið eitt dæmi :

Kona með mikla vefja og slitgikt vinnur 50% starf á leikskóla hún getur ekki unnið meira en hún getur ekki fengið bætur upp í hin 50% henni er bara sagt að hún verði þá að hætta að vinna alveg og gerast öryrki.

Hverslags kerfi er þetta sem býður fólki að hætta að vinna þó það vilji vinna en geti ekki unnið fulla vinnu. Umrædd kona finnur sig ekki í því að hætta að vinna vegna þess að hún veit að þá fellur hún í eins og sagt er kjarnyrt : Í eymd og volæði. Þá má benda á að það er staðreynd að fæðingrorlofin eru misnotuð víða um land.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni en með þessum orðum hvet ég þig ágæti viðtakandi og ykkur alþingismenn og ráðherra alla til að taka til endurskoðunar og falla frá boðuðum niðurskurði á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks því ein af undirstöðum búsetu hér á Sauðárkróki er góð heilbrigðisstofnun með gott starfsfólk eins og nú er.

Magnús E Svavarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir