A-Húnavatnssýsla

Undirritun á samningi vegna Orkuskipti í Húnaþingi vestra

Á dögunum var undirritaður samningur milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Húnaþings vestra fyrir verkefnið Orkuskipti í Húnaþingi vestra sem hlaut 7,2 milljóna kr. styrkveitingu. Það voru þær Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir framkvæmdastjóri SSNV sem undirrituðu samninginn en SSNV er umsjónaraðili fjárveitingarinnar fyrir hönd Byggðastofnunar.
Meira

Skagaströnd segir sig frá aðild að Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar þann 12. mars síðastliðinn var tekin ákvörun um að sveitarfélagið segði sig frá aðild að sjálfseignarstofnuninni um Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Fram kemur á vef sveitarfélagsins að ákvörðunin hafi verið tekin í tengslum við slit á Byggðasamlagi um menningar- og atvinnumál sem unnið hefur verið að síðustu misseri.
Meira

Líf og fjör í Lengjubikarnum

Lið Kormáks&Hvatar og Tindastóls spiluðu um helgina leiki í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Tindastólsmenn fóru austur á firði og gerðu góða ferð þangað á meðan að lið Húnvetninga mátti þola fjórða tapið í fjórum leikjum þegar þeir mættu Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ.
Meira

Skelltu í vöfflur í dag

Í dag er alþjóðlegi vöffludagurinn og því er tilvalið að skella í vöfflur. Ég ætla að deila með ykkur fjölskylduuppskriftinni sem hefur verið notuð síðan sautjánhundruð og súrkál og klikkar aldrei. Nú ef þið nennið ekki að setja í þessa auðveldu uppskrift þá mæli ég með Vilko pakkavöfflunum.
Meira

Árstíðir með tónleika í Blönduóskirkju

Hljómsveitin Árstíðir fagnar útgáfu nýjustu breiðskífu sinnar “VETRARSÓL” með því að halda tónleika í Blönduóskirkju sunnudaginn 6. apríl kl. 17:00. Forsala miða er á tix.is en einnig verður selt inn við hurð og er miðaverð 4.900 kr.
Meira

Jólahúnar styrkja Hollvinasamtök HSB

Stjórn Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduós mætti í fundarsal HSB þann 19. mars sl. Tilefni fundarins var að formaður Jólahúna 2024 hún Árný Björk Brynjólfsdóttir kom til fundar við stjórnina og færði henni að gjöf kr. 750.000 sem er afrakstur tónleika sem haldnir voru í desember sl.
Meira

„Þau kynni gengu aðallega út á að hlýja sér þegar maður kom hálf frosinn neðan úr Slipp“

Hann Björn J. Sighvatz býr á Sauðárkróki og nær því að vera einn af orginölunum á Króknum samkvæmt skilgreiningu Binna Júlla. Bjössi er giftur henni Drífu sinni og eiga þau tvö börn. Bjössi hefur unnið við kennslu í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra síðastliðin þrjátíu ár.
Meira

Framkvæmdir við höfnina ganga ágætlega

„Framkvæmdir við Ásgarð ganga vel, Borgarverk er langt komið með sinn verkhluta. Þeir hafa verið með 4-5 starfsmenn á Skagaströnd og stórvirkar vinnuvélar og bíla eftir þörfum síðan þeir byrjuðu fyrir alvöru í september. Þeir luku við að reka niður stálþilið, rétta það af, fylla og þjappa efni í garðinn 6. mars sl.," segir Baldur Magnússon hafnarstjóri á Skagaströnd þegar Feykir forvitnaðist um hvernig framkvæmdir gengju fyrir sig.
Meira

Opið fyrir skráningar á skákmótið á Blönduósi sem fer fram dagana 15.-21. júní

Skáksamband Íslands ætlar að bregða á leik í sumar í tilefni af 100 ára afmæli sínu segir á fréttavefnum huni.is. En haldið verður Icelandic Open - Opna Íslandsmótið í skák á Blönduósi dagana 15.-21. júní. Tefldar verða níu umferðir á sjö dögum í Krúttinu í gamla bænum. Skákhátíðin hefst með aðalfundi sambandsins sem fram fer laugardaginn 14. júní og lýkur með sterku hraðskákmóti, Blönduós Blitz, sem fram fer 22. júní. Búið er að opna fyrir skráningu í mótið. Góð verðlaun verða á mótinu og verða þau gerð opinber í vikunni. Alls konar skemmtilegir hliðarviðburðir fara fram mótinu samhliða en þeir verða auglýstir síðar.
Meira

Er í lagi með brunavarnirnar á þínu heimili?

Í upphafi árs framkvæmdi HMS árlega skoðanakönnun um brunavarnir heimilanna. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að reykskynjarar eru á 96 prósent heimila landsins, helmingur þeirra landsmanna sem eru með slökkvitæki á heimilum sínum yfirfara tækin ekki og 45 prósent íbúða á leigumarkaði eru ekki með eldvarnarteppi. Niðurstöður könnunarinnar sýna að ástand brunavarna á heimilum er almennt gott. Einn eða fleiri reykskynjarar eru á 96 prósent heimila, 80 prósent heimila eru með slökkvitæki og 66 prósent með eldvarnarteppi.
Meira