A-Húnavatnssýsla

Bláa boðinu frestað !

Vegna óviðráðanlegra orsaka verðum við að fresta bláa boðinu sem átti að vera miðvikudaginn 27. mars að Löngumýri.
Meira

Ferðin á Heimsenda frumsýnd á Blönduósi

Leikfélagið á Blönduósi frumsýnir 3.apríl nk. barnaleikritið Ferðin á Heimsenda eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur rithöfund. Ferðin á heimsenda er barnaleikrit sem fjallar um ferðalagið á Heimsenda með verndargripinn geislaglóð sem þarf að fylla af sólarorku svo ekki fari illa fyrir álfaheiminum. Leikritið er fullt af ævintýralegum persónum, álfum, galdrakall, ömmu og hetjum. Verkið er sérstaklega skapað fyrir börn og til að börn geti notið þess að vera í leikhúsi og hentar allri fjölskyldunni. Feykir tók tal af Evu Guðbjartsdóttur formanni leikfélagsins á Blönduósi og spurði hana nokkrar spurningar um gang mála.
Meira

Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tryggð innlán í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.490 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) sem nemur um þriðjungi vergrar landsframleiðslu á síðasta ári. Tryggð innlán jukust um 131 milljarð króna frá því að staðan var tekin í upphafi síðasta árs. Í byrjun árs 2021 voru tryggð innlán á Íslandi um 1.000 milljarðar króna og hafa þau þannig aukizt um tæplega 50% á einungis síðustu fjórum árum.
Meira

Sveinbjörg Rut Pétursdóttir tekur við sem tímabundinn framkvæmdastjóri

Sagt var fá því í frétt fyrr í dag að Katrín M. Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og mun láta af störfum 1. apríl nk. Stjórn SSNV hefur ákveðið að ráða Sveinbjörgu Rut Pétursdóttur, verkefnastjóra SSNV tímabundið, sem framkvæmdastjóra til 1. september 2026.
Meira

Katrín segir upp sem framkvæmdastjóri SSNV

Í fundargerð SSNV frá 11. mars síðastliðnum kemur fram að Katrín M Guðjónsdóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri SSNV í um það bil tvö og hálft ár, hefur lagt fram uppsögn á starfi sínu með ósk um að láta að störfum hið fyrsta. Stjórn SSNV þakkaði Katrínu fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna og samfélagsins alls og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.
Meira

Stólastúlkur með sigur í síðustu umferð Lengjubikarsins

„Við erum mjög ánægð með leikinn í gær heilt yfir. Fylkir féll í fyrra og hefur misst nokkra öfluga leikmenn en voru þó með hörku leikmenn i gær og úr varð mjög flottur leikur,“ sagði Donni þjálfari Sigurðsson þegar Feykir spurði hann hvað honum hefði fundist um leikinn en lið Tindastóls bar sigurorð af Fylki í lokaumferð riðlakeppni Lengjubikarsins á sunnudaginn. Lokatölur 2-0.
Meira

Það er sjö stiga hiti í veðurkortunum

Það er ekki ólíklegt að flestir aðrir en skíðavinir gleðjist yfir veðurspánni næstu daga. Það eru vorhlýindi í kortunum og stöðugleikinn svo einstakur að sumir gætu jafnvel haldið að vefur Veðurstofunnar væri bilaður – þannig er til dæmis spáð sjö stiga hita á hádegi á Sauðárkróki næstu fimm daga eða alveg fram á fimmtudag hið minnsta.
Meira

Stefnt að endurnýjun rafkerfisins í kirkjugarði Blönduóss

Húnahornið segir frá því að á aðalfundi Kirkjugarðs Blönduóss, sem fram fór 12. mars síðastliðinn, var samþykkt að á næstu þremur árum yrði unnið að endurnýjun rafmagnskerfisins í kirkjugarðinum og að sett yrði upp tenglahús fyrir jólaljósin. Þá var samþykkt að ganga frá göngustígum í nýjasta hluta garðsins og setja mottur, eins og eru á stígunum sem liggja í gegnum garðinn. Lausleg kostnaðaráætlun vegna þessara framkvæmda er um átta milljónir króna.
Meira

Ísmót á Svínavatni

Til stendur að halda Ísmót á Svínavatni laugardaginn 22. mars eða sunnudaginn 23. mars það getur verið áskorun á Íslandi að ákveða dagsetningu fyrir þessa tegund af móti því þetta verður ekki gert nema veður, ís og önnur skilyrði reynast í lagi.
Meira

Þriðja mótið í Skagfirsku mótaröðinni framundan

Þriðja mótið í Skagfirsku mótaröðinni verður haldið í Svaðastaðahöllinni 22.mars næstkomandi kl 10:00. Keppt verður í Tölti og skeiði.
Meira