Húnaþing vestra og Dalabyggð ræða mögulega sameiningu
Á fréttavefnum huni.is segir að samtöl eru hafin um hugsanlega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í gær og fjallað um í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Samanlagður íbúafjöldi sveitarfélaganna er um 1.900 manns. Magnús Magnússon, oddviti Húnaþings vestra, segir í samtali við Morgunblaðið að nokkuð sé síðan þreifingar um málið hófust og að það verði tekið til umræðu á opnum fundi á vegum sveitarstjórnar í Félagsheimili Hvammstanga í dag.(var í gær)
„Sveitarstjórnarmenn velta fyrir sér hvernig megi, með ráðum og dáð, efla byggð og atvinnu og treysta fjárhag sveitarfélaganna til lengri og skemmri tíma. Einnig er horft til þess að ná meiri slagkrafti í samgöngu- og innviðauppbyggingu,“ segir Magnús.
Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri í Dalabyggð, segir í samtali við Morgunblaðið að þreifingar vissulega hafa átt sér stað. „Ég tel þess virði að kanna mál án þess að stofnað sé til neinna skuldbindinga á þessu stigi,“ segir Bjarki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.