Kúrsinn stilltur fyrir Norðurland vestra sem áfangastað
SSNV hefur gert samning við Saltworks, ráðgjafafyrirtæki Hjartar Smárasonar, um gerð stöðugreiningar og stefnumótunar fyrir Norðurland vestra sem áfangastaðar. Í frétt á vef SSNV segir að verkefninu sé ætlað „...að greina stöðu ferðaþjónustunnar á svæðinu og vinna að tillögum hvernig styrkja megi ímynd svæðisins sem áfangastaðar ferðafólks á heildrænan hátt þar sem einnig er horft til þeirra þátta sem gera svæðið að álitlegum búsetukosti og góðum valmöguleika til uppbyggingar atvinnutækifæra og fjárfestinga.“
Norðurland vestra er hluti af áfangastaðaáætlun Norðurlands og er sinnt skv. þjónustusamningi við áfnagastaðastofu Markaðsstofu Norðurlands, en niðurstöður þessarar vinnu eiga eftir að nýtast vel í að marka betur sérstöðu landshlutans innan Norðurlandssamstarfsins og á landsvísu.
Fram kemur í frétt SSNV að Hjörtur hefur um árabil unnið að verkefnum tengdum ímyndarmálum landssvæða og þróun ferðaþjónustu og starfaði hann til dæmis nú síðast sem ferðamálastjóri Grænlands.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.