Námskeið í tölvu- og miðlalæsi fyrir 60 ára og eldri
Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, býður upp á námskeið í tölvu- og miðlalæsi fyrir 60 ára og eldri þar sem m.a. eru tekin fyrir tölvulæsi á snjalltæki, þ.e. þekkingu og færni í notkun rafrænna skilríkja og vefsíðna sem nauðsynlegt er að geta nýtt, s.s. heimabanka, netverslun, samfélagsmiðla, efnisveitur og notkun á tölvupóstum og öðrum rafrænum samskiptum:
Rafræn skilríki og síður sem flestir þurfa að geta sótt ( heilsuvera.is, skattur.is, o.fl. )
Heimabanki og netverslun ( millifærslur í heimabanka, reikningar, bókanir og pantanir á netinu með kreditkorti )
Samfélagsmiðlar og efnisveitur ( Facebook, Netflix, o.fl. )
Tölvupóstar og rafræn samskipti (Google)
Hvert námskeið er í fjögur skipti, tvær klukkustundir í senn og er gert ráð fyrir átta þátttakendum á hvert námskeið sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið greiðir að fullu.
Leiðbeinandi er Halldór B. Gunnlaugsson og segir hann að nokkur pláss séu enn laus á námskeiðin í Skagafirði og á Skagaströnd en þau á Hvammstanga og Blönduósi séu fullsetin.
Staðsetning námskeiða:
Skagaströnd 19. - 22. september klukkan 10:00-12:00
Sauðárkrókur: 19. – 22. sept., kl. 14:00 – 16:00 á Faxatorgi.
Varmahlíð: 26. – 29. sept., kl. 10:00 – 12:00. Húsnæði auglýst síðar.
Hofsós: 26. – 29. sept., kl 13:30 – 15:30. Húsnæði auglýst síðar.
Sauðárkrókur: 3. – 6. okt., kl. 13:00 – 15:00 á Faxatorgi.
Hægt er að skrá sig HÉR en einnig er hægt að senda tölvupóst á farskolinn@farskolinn.is, hringja í síma 4556010 eða senda skilaboð á Facebook.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.