Ný stjórn kosin hjá Björgunarfélaginu Blöndu
Aðalfundur Björgunarfélagsins Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu var haldinn 10. apríl síðastliðinn. Starf félagsins hefur gengið mjög vel sem og rekstur þess.
Ný stjórn var kosin á fundinum en hana skipa: Þorgils Magnússon, formaður, , Kristófer Kristjánsson, gjaldkeri, Ármann Óli Birgisson ritari, Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður og Björn Svanur Þórisson meðstjórnandi en varamenn eru Ólafur Sigfús Benediktsson og Óli Valur Guðmundsson.
Fram kemur í frétt á Facebook-síðu Blöndu að húsnæði félagsins hafi tekið til sín mikinn tíma félaga en nú sé markmiðið að efla starfið enn frekar. Ný stjórn var kosin á fundinum og var
Mæting félaga á fundinn var mjög góð, bæði hjá gömlum og nýjum. Þeim sem stigu til hliðar eru færðar þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.