A-Húnavatnssýsla

Áfram Hvöt er nýtt stuðningsmannalag þeirra hvítu og rauðu

„Ungmennafélaginu Hvöt hefur lengi vantað gott stuðningsmannalag en þónokkur ár eru síðan Ekki vera löt, allir í Hvöt kom út. Þegar ég hafði samband við Einar Örn og Baldur síðsumars 2023 stóð ekki á svörum. Úr varð þessi frábæri hittari sem mun án efa fá góðar viðtökur hjá félagsmönnum Hvatar, íbúum Húnabyggðar og bara öllum öðrum. Áfram Hvöt!” segir Grímur Rúnar Lárusson, formaður Ungmennafélagsins Hvatar, í færslu á Facebook-síðu Umf. Hvatar þar sem nýtt stuðningsmannalag, Áfram Hvöt, er kynnt til sögunnar.
Meira

Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmælið með kökuveislu af gamla skólanum

Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmæli sitt 20. apríl sl. Var öllum kvenfélagskonum í Austur-Húnavatnssýslu boðið í kaffi í Dalsmynni. Þar var mikil kökuveisla sem einkenndist af því að hafa kaffibrauð sem hugsanlega hefði getað verið á borðum er kvenfélagið var stofnað.
Meira

Gleðilegt sumar

„Það er komið sumar...“ sungu Mannakorn um árið og það á við í dag. Í það minnsta er sumardagurinn fyrsti í dag og þó það sé kannski ekki sami stemmari fyrir þessum degi á þessari öld og var á þeirri síðustu þá fylgir deginum oftar en ekki bjartsýni og ylur í hjarta – já, eiginlega sama hvernig viðrar.
Meira

Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga

Í Húnaþingi vestra hefur sumardagurinn fyrsti verið haldinn hátíðlegur allt frá árinu 1957 og í ár verður engin breyting á því þegar félag eldri borgara í samstarfi við Hestamannafélagið Þyt og hefst með ókeypis sirkussýningu í Þytsheimum klukkan 12:00.
Meira

Sóldísir í Gránu

Kvennakórinn Sóldís heldur lokatónleika söngársins í Gránu á Sauðárkróki í kvöld, miðvikudaginn 24.apríl, svo nú er síðasti séns að hlusta á kórinn flytja lög Magnúsar Eiríkssonar.
Meira

Karlakórinn Lóuþrælar syngja inn vorið

Karlakórinn Lóuþrælar syngja inn vorið í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, miðvikudaginn 24. apríl, og hefjast tónleikarnir kl. 20.00.
Meira

Sigríður Ólafsdóttir - Minning

Við andlát Sigríðar Ólafsdóttur, fyrrum húsfreyju í Ártúnum, hvarflar hugurinn rúmlega fjörutíu ár aftur í tímann til ársins 1981, er undirritaður vígðist til starfa sem sóknarprestur í Bólstaðarhlíðarprestakalli. Ártúnsheimilið var eitt fyrsta heimili, er ég steig fæti inn á við komuna þangað. Þar réðu þá ríkjum heiðurshjónin, Sigríður og Jón Tryggvason, organisti og kórstjórnandi með meiru. Þar var aðfluttri prestsfjölskyldu strax tekið með þeirri vinsemd, sem síðan hefur staðist tímans tönn.
Meira

Vortónleikar Skagfirska Kammerkórsins

Í aðdraganda Sæluviku þegar vorið fer að koma halda kórar gjarnan tónleika og deila með áheyrendum uppskeru vetrarstarfsins. Skagfirski Kammerkórinn er engin undantekning á því. Árlega heldur kórinn tónleika á Sumardaginn fyrsta. Sumar er í sveitum er yfirskrift tónleikannan en kórinn syngur undir stjórn Rannvá Olsen.
Meira

Ekkert heitt vatn á Hvammstanga nk. laugardag

Á vef Húnaþings vestra er sagt frá því að vegna bilunar í dreifikerfi hitaveitunnar á Hvammstanga verður lokað fyrir heita vatnið á Hvammstanga laugardaginn 27. apríl frá klukkan 08:00 – 18:00.
Meira

Plokkað um allt land á sunnudaginn

Stóri plokkdagurinn á Íslandi verður sunnudaginn 28. apríl en þá ætla allir sem vettlingi geta valdið að fara út og plokka. Það geta allir tekið þátt í þessu ótrúlega skemmtilega og nauðsynlega verkefni því ruslið er víða. Rótarýhreyfingin á Íslandi hefur tekið þetta verkefni upp á sína arma og hvetur landsmenn alla; einstaklinga, fjölskyldur, vinahópa, vinnustaði og stofnanir, til að taka þátt.
Meira