feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf, Fréttir
27.12.2023
kl. 12.15
gunnhildur@feykir.is
Karlakórinn Heimir stendur á tímamótum, en afgerandi kaflaskil urðu í sögu kórsins nú í haust við sviplegt andlát Stefáns Reynis Gíslasonar, stjórnanda kórsins til áratuga. Það varð Heimismönnum hins vegar strax ljóst að ekki þýddi að leggja árar í bát, þó höggið hafi verið þungt, og tekin var sú ákvörðun að ljúka afmælistónleikaröð Óskars Péturssonar, sem var hálfnuð þegar þarna var komið sögu.Ákvörðunin um að ljúka þeirri tónleikaröð var ekki auðveld, að sögn Atla Gunnar Arnórssonar formanns kórsins, „en það tókst að ljúka því verkefni með sóma, þar sem byggt var á því veganesti sem Stefán hafði látið okkur í té og hann var nú einu sinni þannig gerður að uppgjöf var ekki til í hans orðabók“ segir Atli.
Meira