A-Húnavatnssýsla

Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkrókskirkju í kvöld

Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkróks er að venju haldið mánudag í Sæluviku nánar tiltekið í kvöld 29. apríl kl. 20:00.
Meira

Halla Hrund á Norðurlandi vestra í dag

Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir verður á ferð og flugi um Norðurland í vikunni og býður heimamönnum til opinna funda og samtals um embætti forseta Íslands. Tveir fundir verða í Húnavatnssýslum, í Víðigerði og á Blönduósi í dag og þá verður hún á Sauðárkróki í kvöld.
Meira

Ostapasta og hvítlauksbrauð

Matgæðingar vikunnar í tbl 23, 2023, voru þau Saga Sjöfn Ragnarsdóttir og Sigurður Birkir Gunnarsson. Þau eru bæði fædd á Sauðárkróki og búa þar með dætrum sínum, Bríeti Sunnu (4 ára) og Heklu Björt (1 ½ árs) ásamt kettinum T-800. Saga flutti með mömmu sinni, Evu Árna, til Vestmannaeyja árið 2000 en kom aftur á Krókinn 2007 og hefur sama og ekkert yfirgefið bæinn síðan. Siggi, sem hefur alltaf búið á Króknum að frátöldum tveim vetrum í háskólanum fyrir sunnan, bauð skvís í partý og hafa þau eytt flestum sínum dögum saman síðan 2013.
Meira

Níu stigu á svið á Open Mic kvöldi Leikfélags Blönduóss

Að kvöldi sumardagsins fyrsta stóð Leikfélag Blönduóss fyrir viðburði í fallega leikhúsinu sínu í Félagsheimilinu á Blönduósi. Þar var um að ræða svokallað Open Mic og var öllum velkomið að taka þátt; flytja ljóð, segja skemmtilega sögu, syngja lag, fara með einræðu eða upplestur fyrir framan áhorfendur. Feykir spurði Eva Guðbjartsdóttur, forynju LB, aðeins út í viðburðinn.
Meira

Leikstjórinn fullur tilhlökkunar fyrir frumsýningu

Sunnudaginn 28.apríl nk. frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks Litlu hryllingsbúðina. „Sívinsælt verk sem sem fólk þreytist seint á að koma í leikhús til að upplifa,“ segir Valgeir Skagfjörð sem leikstýrir verkinu. Feykir heyrði hljóðið í leikstjóranum sem er sagðist vera sultuslakur fyrir frumsýningunni og fullur tilhlökkunar að leyfa áhorfendum að njóta sýningarinnar.
Meira

Rjómapasta og púðursykursterta

Matgæðingar vikunnar í tbl 22 í fyrra voru Helga Sigurbjörnsdóttir og Hafþór Helgi Hafsteinsson. Helga er fædd og uppalin á Sauðárkróki og hefur búið þar nánast allt sitt líf en Hafþór Helgi er uppalinn á Hvolsvelli en flutti þaðan á Akureyri. Helga er rafvirki að mennt og starfar hjá Rarik, og er eins og föðuramman og alnafna öll í verkalýðsbaráttunni, er meðstjórnandi í Félagi íslenskra rafvirkja(FÍR) og situr í miðstjórn Rafiðnaðarsamband íslands (RSÍ). Hafþór er menntaður smiður og er að læra húsgagnasmíði. Saman eiga þau Alexöndru Eik, 3 ára, og Frigg sem er 4 ára Miniature schnauzer.
Meira

Samningur undirritaður um styrk til tækniaðstöðu á Hvammstanga

SSNV og Húnaþing vestra hafa undirritað samning vegna styrks til uppsetningar á tæknimiðstöð í anda FabLab smiðju í samfélagsmiðstöð í Félagsheimilinu á Hvammstanga að upphæð 10.500.000 kr. Fram kemur í frétt á síðu SSNV að verkefnið snýst um að koma upp nýsköpunar-, viðgerða- og þróunaraðstöðu fyrir íbúa á svæðinu, sem og aðstöðu fyrir félagsstarf.
Meira

Valið vekur furðu vestan Þverárfjalls

Heimasíða RÚV flytur fréttir en þar mátti í morgun sjá athyglisverða og skemmtilega úttekt á fótboltavöllum landsins. Þar eru nefndir til sögunnar fótboltavellirnir á Sauðárkróki og á Hofsósi þó svo að þeir ágætu vellir hafi ekki komist í hóp tíu flottustu valla landsins. Blönduósvöllur og Sjávarborgarvöllur á Hvammstanga voru ekki nefndir á nafn í úttektinni og því leitaði Feykir viðbragða hjá Aðdáendasíðu Kormáks og þar stóð ekki á svörum en umsjónarmaður furðar sig á valinu.
Meira

Atli Þór fullkomnar hóp Kormáks/Hvatar

Síðasti dagur félagaskipta í efri deildum Íslandsmótanna í knattspyrnu var nú á miðvikudaginn. Þá bætti lið Kormáks/Hvatar við sig einum leikmanni því Atli Þór Sindrason var síðasta liðsstyrking hópsins fyrir mót.
Meira

Vinnustofa um gerð loftlagsstefnu sveitarfélaga

SSNV stóð fyrir vinnustofu í félagsheimilinu á Hvammstanga nú í vikunni um gerð loftlagsstefnu sveitarfélaga í samtarfi við KPMG. Vinnustofan var sérstaklega fyrir Húnavatnssýslur. Góð þátttaka var á vinnustofunni og áhugaverðar umræður sköpuðust.
Meira