Úrslit sveitarstjórnarkosninga á Norðurlandi vestra

Á Norðurlandi vestra eru nú fimm sveitarfélög og var kosið til sveitarstjórnar í fjórum þeirra. Á Skagaströnd var aðeins einn listi í framboði og því sjálfkjörinn og í Skagabyggð fór fram óbundin kosning til sveitarstjórnar þann. Í öðrum sveitarfélögum var barist um hylli og atkvæði kjósenda.

Mjótt var á munum í Húnaþingi vestra þar sem þrír listar buðu fram og fékk B listi Framsóknar og annarra framfarasinna þrjá menn kjörna (34,6%), N listi Nýs afls í Húnaþingi vestra tvo menn (34,2%) og D listi Sjálfstæðismanna og óháðra tvo (31,2).

Fulltrúar

B listi Framsóknar og annarra framfarasinna
Þorleifur Karl Eggertsson, Friðrik Már Sigurðsson og Elín Lilja Gunnarsdóttir.

D listi Sjálfstæðismanna og óháðra
Magnús Magnússon og Sigríður Ólafsdóttir

N listi Nýs afls í Húnaþingi vestra
Magnús Vignir Eðvaldsson og Þorgrímur Guðni Björnsson.

-----

 

Skjáskot af vef RÚV

Í sameinuðu sveitarfélagi Blönduóss og Húnavatnshreppi voru fjórir listar í boði og kjörnir fulltrúar níu talsins. D-listi, Sjálfstæðismanna og óháðra fengu fjóra menn kjörna (37,7%), B-listi Framsóknar og annarra framfarasinna þrjá (31,7%), H-listi einn (17,8%) og G -listi, Gerum þetta saman, einn mann (12,7%)

Fulltrúar

D-listi, Sjálfstæðismenn og óháðir
Guðmundur Haukur Jakobsson, Ragnhildur Haraldsdóttir, Zophonías Ari Lárusson og Birgir Þór Haraldsson.

B-listi, Framsókn og aðrir framfarasinnar
Auðunn Steinn Sigurðsson, Elín Aradóttir og Grímur Rúnar Lárusson.

G -listi, Gerum þetta saman
Edda Brynleifsdóttir.

H-listi
Jón Gíslason.

-----

Á Skagaströnd var H – listi, Skagastrandarlistinn, sjálfkjörinn og þurfti því ekki að kjósa þar svo fimm efstu menn listans skipa sveitarstjórn næstu fjögur árin.

Fulltrúar

Halldór Gunnar Ólafsson, Erla María Lárusdóttir, Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir, Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir og Péturína Laufey Jakobsdóttir.

-----

Í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Svf, Skagafjarðar eru níu sveitarstjórnarmenn og fékk B-listi Framsóknarflokks flest atkvæði og þrjá menn kjörna (32,3%) L listi Byggðalistans er nú orðið næst stærsta stjórnmálaaflið, fékk tvo menn (24,7%), D-listi Sjálfstæðisflokks tvo menn (22,8%) og V listi VG og óháðra einnig tvo menn (20,2%)

Fulltrúar

B-listi Framsóknarflokks
Einar Eðvald Einarsson, Hrund Pétursdóttir og Hrefna Jóhannesdóttir.

L-listi Byggðalistans
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Úlfarsson

D-listi Sjálfstæðisflokks
Gísli Sigurðsson og Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir.

V-listi VG og óháðra
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.

-----

Í Skagabyggð fór fram óbundin kosning og því allir í framboði fyrir utan að sveitarstjórnarfólkið Dagný Rósa Úlfarsdóttir, Karen Helga R Steinsdóttir og Magnús Bergmann Guðmannsson tilkynntu til kjörstjórnar fyrir kosningar að það skoraðist undan endurkjöri við sveitarstjórnarkosningar enda búin að sinna skyldum sínum gagnvart sveitarfélaginu á nýloknu kjörtímabili.

Fulltrúar

Magnús Jóhann Björnsson, Kristján S. Kristjánsson, Vignir Ásmundur Sveinsson, Bjarney Ragnhildur Sveinsdóttir og Erla Jónsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir