Tólf knapar af Norðurlandi vestra með keppnisrétt íþróttahluta Landsmóts :: Uppfært
Á heimasíðu Landsambands hestamanna hefur stöðulistar verið birtir fyrir þá sem unnið hafa sér rétt til að taka þátt í íþróttahluta Landsmóts 2022 sem fram fer á Hellu dagana 3. - 10. júlí en nú mun í fyrsta skipti boðið upp á íþróttakeppnisgreinar á landsmóti, til viðbótar Tölti T1. Tíu knapa af Norðurlandi vestra má finna á listunum og er kvenfólkið mest áberandi.
Nöfn Mette Mannseth, Helgu Unu Björnsdóttur og Eyrúnar Ýrar Pálsdóttur koma oftast fyrir á stöðulistunum af Norðlendingunum en þrátt fyrir að nöfn knapanna séu á listanum þurfa þeir samt sem áður að skrá sig sem allra fyrst, segir í færslu LH, og ganga frá greiðslu svo hægt sé að fylla þau pláss ef einhver ætlar sér ekki að mæta. Ef einhver pláss losna verður hringt í þá sem eru næstir á listanum.
Hér fyrir neðan eru nöfn þeirra sem tengjast Norðurlandi vestra á hverjum lista en listana í heild má nálgast HÉR.
Tölt T1
Helga Una Björnsdóttir Fluga 8.30
Þórdís Inga Pálsdóttir Fjalar
Finnbogi Bjarnason Katla
Mette Mannseth Skálmöld
Fjórgangur V1
Helga Una Björnsdóttir Hnokki
Helga Una Björnsdóttir Fluga
Mette Mannseth Skálmöld
Lea Busch Kaktus frá Þúfum
Fimmgangur F1
Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn
Mette Mannseth Kalsi
Magnús Bragi Magnússon Snillingur
Guðmar Freyr Magnússon Rosi
Tölt T2
Helga Una Björnsdóttir Hnokki
Eyrún Ýr Pálsdóttir Doðrantur
Mette Mannseth Blundur
Gæðingaskeið PP1
Bjarni Jónasson Elva
Daníel Gunnarsson Strákur frá Miðsitju
Gísli Gíslason Trymbill
Magnús Bragi Magnússon Snillingur
Flugskeið 100m P2
Daníel Gunnarsson Eining frá Einhamri 2
Mette Mannseth Vívaldi
Finnbogi Bjarnason Stolt
Eyrún Ýr Pálsdóttir Sigurrós
Skeið 150m P3
Eyrún Ýr Pálsdóttir Sigurrós
Þórarinn Eymundsson Gullbrá
Skeið 250m
Daníel Gunnarsson Eining frá Einhamri
Uppfært: Nöfn Daníels Gunnarssonar og Leu Busch vantaði í fréttina upphaflega en hefur nú verið bætt við. Þau eru bæði í Hestamannafélaginu Skagfirðingi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.