Þrítugur Farskóli
Farskóli Norðurlands vestra fagnar 30 ára afmæli í dag en hann var stofnaður 9. desember 1992. Á Facebooksíðu skólans er greint frá því að stofnfundur Farskólans hafi verið haldinn á heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands þar sem Jón F. Hjartarson, skólameistari Fjölbrautaskólans, hafi boðið fundarmenn velkomna og rakti aðdraganda fundarins.
„Á fundinum var lögð fram tillaga að stofnskrá sem búið var að vinna af hálfu undirbúningsnefndar. ... Fundinum lauk með því að fulltrúar undirrituðu skipulagsskrána. Á fundinn mættu 10 manns. Fyrsta námskeið Farskólans var síðan fyrir starfsfólk í skólamötuneytum og haldið árið eftir. Fyrsti framkvæmdastjóri skólans var Ársæll Guðmundsson, síðan tók Anna Kristín Gunnarsdóttir við og í dag er Bryndís Kristín Þráinsdóttir framkvæmdastjóri skólans,“ segir í frétt skólans. Þar kemur einnig fram að haldið verður upp á afmælið formlega síðar.
Þess má geta að í næsta Feyki verður viðtal við Bryndísi í tilefni tímamótanna.
Til hamingju með afmælið.
Frétt af stofnfundi í Feyki má nálgast HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.