Slökkvilið Brunavarna Húnaþings vestra óskar eftir öflugu fólki, óháð kyni til að sinna slökkvi- og björgunarstarfi
Á heimasíðu Húnaþings vestra hunathing.is er Slökkvilið Brunavarna Húnaþings vestra að óska eftir öflugu fólki, óháð kyni til að sinna slökkvi- og björgunarstarfi á svæðinu.
Þeir spyrja....Erum við að leita að þér?
Við óskum eftir öflugum einstaklingum til starfa óháð kyni. Um er að ræða störf slökkviliðs sem felast í að sinna útköllum, æfingum og öðrum verkefnum að beiðni slökkviliðsstjóra. Vilt þú læra nýja hluti, verða hluti af skemmtilegum hópi fólks, viltu kannski fara aðeins út fyrir þægindarammann og takast á við krefjandi verkefni? Þá gæti þetta verið eitthvað fyrir þig. Um hlutastarfandi slökkvilið er að ræða.
Menntunar- og/eða hæfniskröfur:
Æskilegt er að umsækjendur uppfylli hæfniskröfur 13. gr. reglugerðar um starfsemi slökkviliða nr. 747/2018
- Hafi góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigðir, reglusamir og háttvísir, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd
- Hafa iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu (Í undantekningartilvikum má víkja frá skilyrðum 2. tölul. 1. mgr. hjá slökkviliðum sem falla undir c-lið 1. mgr. 15. gr. reynist ekki unnt að fá menn til starfa sem uppfylla skilyrði um iðnmenntun eða sambærilegt).
Að auki er æskilegt að starfandi slökkviliðsmenn uppfylli eftirtalin skilyrði:
- Aukin ökuréttindi C til að stjórna vörubifreið
- Standast læknisskoðun og þrekpróf
- Hafa jákvætt hugarfar og færni í mannlegum samskiptum
- Menntun og/eða reynsla af starfi slökkviliðs- og/eða sjúkraflutningamanna er kostur
- Vilji til að afla sér viðeigandi menntunar slökkviliðsmanna
Fylgiskjöl með umsókn:
Prófskírteini, sakavottorð, ljósrit af ökuskírteini og ferilsskrá.
Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á netfangið valurfr@hunathing.is
Nánari upplýsingar gefur Valur Freyr Halldórsson slökkviliðsstjóri í síma 8994245
Umsóknarfrestur er til 5. nóvember 2023
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.