Skrifað undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu í gamla bænum á Blönduósi
Á vef Blönduóss segir af því að í síðustu viku komu aðilar frá InfoCapital, með heimamennina Reyni Grétarsson og Bjarna Gauk Sigurðsson í fararbroddi, í heimsókn á Blönduós ásamt aðilum frá Minjastofnun til að skoða þau hús sem InfoCapital hefur fest kaup á í gamla bænum. Tækifærið var notað til að skrifa undir viljayfirlýsingu um þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er.
Í fréttinni segir að úr hafi orðið skemmtileg ganga um gamla bæinn þar sem m.a. Jón Arason fræddi fólk um sögu og uppbyggingu húsanna sem skoðuð voru. Hópurinn fékk sér síðan grænmetissúpu á Brimslóð Artilier og að því loknu kynntu InfoCapital sýnar hugmyndir fyrir aðilum í sveitarstjórn Húnabyggðar.
Í fréttinn kemur fram að það ríki mikil tilhlökkun hjá öllum hvað uppbyggingu gamla bæjarkjarnansvarðar og trú á að byggja megi upp blómlegt atvinnulíf samhliða vernd og uppbyggingu svæðisins.Nú hefst undirbúningsvinna þeirra aðila sem verkefninu tengjast en m.a. þarf að tryggja frágang skipulagsmála o.fl. í samvinnu við alla á svæðinu.
Viljayfirlýsinguna má lesa hér >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.