Skagaströnd fær úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna verkefna á Spákonufellshöfða
„Það er ánægjulegt að segja frá því að sveitarfélagið hlaut úthlutun úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða vegna 2022,“ segir á heimasíðu Skagastrandar. Styrkurinn er alls 15.207.648 kr. og er ætlaður til að bæta aðgengi og vernda fugla- og plöntulíf á Spákonufellshöfða með því að stýra ferðamönnum um ákveðin svæði og hvetja þá til að fara ekki af göngustígum.
Verkefnið felur í sér úrbætur á göngustígum, frágangi á bílastæði sem og hönnun og byggingu á fuglaskoðunarhúsi sem vöntun er á en fuglalífið einkennist af sjófuglum og mófuglum og segir í umsögn úthlutunarinnar að þar megi einnig finna fræðsluskilti um fugla og plöntur á göngu um svæðið. Jafnframt kemur fram að verkefnið snúi að uppbyggingu innviða og frágangi á viðkvæmum náttúruskoðunarstað og muni bæta aðgengi, stuðla að náttúruvernd og er á áfangastaðaáætlun svæðisins.
„Þetta eru frábærar fregnir fyrir sveitarfélagið og einn af mikilvægum þáttum í að byggja upp ferðaþjónustu á Skagaströnd!“ segir á Skagastrond.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.